https://fbcdn-sphotos-f-a.akamaihd.net/hphotos-ak-xap1/t1.0-9/p417x417/10563055_10203472601489242_5371777385998801998_n.jpg
© Mynd eftir / Photo by REsensitize (https://www.facebook.com/REsensitize)

Upplifðu leður á eigin skinni
 

Gestastofa sútarans er staðsett á Sauðárkróki í einu sútunarverksmiðjunni í Evrópu sem framleiðir leður úr fiskroði. Með gestastofunni er ferðamönnum og almenningi opnaður aðgangur að sútunarverksmiðju og afurðum hennar á óvenjulegan hátt. Boðið er upp á skemmtilega skoðunarferð um verksmiðjuna þar sem fylgst er með hvernig roð er sútað svo úr verður úrvals fiskleður.

Í verslun gestastofunnar gefst tækifæri til kaupa hönnun og handverk í nálægð við sjálfa uppsprettu hráefnisins. Hér getur þú einnig verslað leður og skinn beint frá sútara og fengið upplýsingar um vöruna frá fyrstu hendi.

Fiskleður hefur heillað hönnuði heimsþekktra vörumerkja eins og Prada, Dior og Nike. Komdu í gestastofu sútarans og kynnstu þessu sérstaka hráefni af eigin raun.

https://fbcdn-sphotos-f-a.akamaihd.net/hphotos-ak-xfp1/t1.0-9/10550880_10203485644455308_2243569822069319358_n.jpg
© Mynd eftir / Photo by Edda Borg